Fræðslufundir um umhverfismál í Sesseljuhúsi
Á hverju sumri er haldin röð fræðslufunda um umhverfimsál í Sesseljuhúsi þar sem sérfræðingar á mismunandi sviðum umhverfismála fræða áhugasama um ýmis áhugaverð málefni. Fundirnir eru ýmist haldnir á laugardögum eða fimmtudögum og hefjast kl. 15:00. Allir eru velkomnir á fræðslufundina og er aðgangur ókeypis.
Hér að neðan getur að líta fræðslufundina sem framundan eru:
22. júní. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: „Jarðstraumar í heimahúsum“ - Bryndís Pétursdóttir jarðstraumakönnuður fræðir okkur um áhrif jarð- og rafstrauma í híbýlum, á heilsu fólks og til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að minnka áhrif þeirra.
29. júní. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: „Býflugnarækt“ - Erlendur Pálsson býflugnabóndi heldur kynningu á býflugnarækt og sýnir býflugnabúið sitt á Sólheimum.
4. júlí. Fimmtudagur kl. 18:00 í Grænu könnunni: „Jurtalitun“ - Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur fjallar um sögu og aðferðir jurtalitunar á Íslandi og fer í stutta göngu í leit að litunarjurtum.
13. júlí. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: „Álfar og huldufólk“ - Ragnhildur Jónsdóttir sjáandi fræðir gesti um álfaheima og orku í íslenskri náttúru.
18. júlí. Fimmtudagur kl. 18:00 í Grænu könnunni: „Garðyrkja við sumarbústaði“ - Kristinn Þorsteinsson garðyrkjufræðingur heldur kynningu á garðyrkju í sumarbúastaðalöndum.
20. júlí. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: „Myglusveppir í heimahúsum“ - Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir heldur kynningu á myglusveppum í heimahúsum og fræðir fólk um hvað er til ráða þegar sveppur skýtur upp kollinum.
3. ágúst. Laugardagur kl. 15:00 í Sesseljuhúsi: „Hagnýting íslenskra jurta “ - Hildur Hákonadóttir höfundur hinnar vinsælu handbókar Ætigarðurinn fjallar um hvernig hægt er að nýta og njóta gróðurs, bæði þess villta og þess sem ræktaður er. Í fyrirlesturinn fléttar hún saman hagnýtri visku, þjóðfræði og heimspeki rætkunar.
10. ágúst. Laugardagur kl. 15:00 í Grænu könnunni: „Lífræni dagurinn og sveppatínsla“ Michele Rebora sveppaáhugamaður fjallar um tínslu og vinnslu íslenskra matsveppa. Einnig heldur Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur fyrirlestur um „lífræna og lífeflda ræktun“ í tilefni af lífræna deginum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræðslufundir um umhverfismál í Sesseljuhúsi“, Náttúran.is: 21. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/21/fraedslufundir-um-umhverfismal-i-sesseljuhusi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.