Það ótrúlega hefur gerst að sitjandi umhverfisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni ekki undirrita skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera eins og til stóð og boðskort og fréttatilkynningar höfðu verið sendar út um (sjá hér að neðan). Undirritunin átti að eiga sér stað í Árnesi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppi dag kl 15:00 en unnið hefur verið að því að vernda svæðið í um 40 ár. Kvittur komst á kreik í gær þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tjáði sig á mbl.is um að „full ástæði væri til að skoða málið nánar“ en þar „fer hún fram á það við ráðherra umhverfismála að hann fresti þessari undirritun og fari betur yfir málið“. Í dag staðfestir ráðherra umhverfismála síðan að „eðlilegt sé að staldra við“.

Í einhverjum bananlýðveldum þættu slík vinnubrögð og stjórnarhættir óboðlegir og þykja það í þessu bananalýðveldi líka.

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðaherra gefur sér aftur á móti tíma til að opna tómatabúð formlega í dag á milli kl. 14 og 16 að Friðheimum, Reykholti í Bláskógabyggð.

Spurningin er því nú „hvernig bregst almenningur við þessum flumbrugangi og klaufaskap stjórnvalda í þessu máli?

Sjá greinar um málið hér:
http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2434
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/20/full_astaeda_til_ad_staldra_vid/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/21/hvad_gerir_umhverfisradherra/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/21/edlilegt_ad_staldra_vid/
http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2013/06/21/Frestun-fridlysingar-Thjorsarvera-/
http://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Fridlysingar-i-vinnslu/thjorsarver/ahugasemdir_landsvirkjun_2013.pdf

Birt:
21. júní 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hætt við undirritun sem boðið hafði verið til“, Náttúran.is: 21. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/21/haett-vid-undirritun-sem-bodid-hafdi-verid-til/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: