Á sl. vikum höfum við unnið að því að skipta alveg um kortgrunna á Náttúrunni og breyta útliti grænu kortanna okkar. Nú er hægt er að velja á milli nokkurra gerða af kortum með því að smella á plúsinn (+) efst t.h. á kortinu. Í boði er; Google landslag, Google loftmyndir og vegir, Google vegir, Open Street Map, Bing vegir, Bing loftmynd og Bing loftmynd og vegir.

Green Map® System, er alþjóðlegt flokkunarkerfi til að auðvelda þér að taka þátt í því að skapa sjálfbært samfélag. Þú finnur grænni fyrirtæki, vörur, og þjónustu sem og menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu. Athugið að margir flokkar taka einnig til varhugaverðra fyrirbæra og svæða.

Grænkortakerfið byggir á hinum þremur stoðum sjálfbærrar þróunar, þ.e.; Sjálfbærum lífsstíl (blátt), Menningu og samfélagi (appelsínugult) og Náttúru (grænt). Þú velur þann grænkortaflokk sem passar þinni leit en flokkarnir opnast niður við smell. Með smelli á undirflokk sérðu alla aðilana í hópnum á kortinu. Hægt er að slökkva á hópum með því að smella aftur. Þú getur einnig séð lista yfir aðilana í hópnum til hægri á síðunni. Með smelli á aðilana á kortinu opnast nánari upplýsingar. Þú færð enn nákvæmari upplýsingar um hvern aðila með því að smella á nöfn þeirra á kortinu eða í listanum t.h. á síðunni.

Þú getur stækkað kortið með því að smella á ferningana efst t.h. á kortinu.

Skoða Græna Íslandskortið.

Sjá nánar um græn kort Náttúrunnar hér.

Nýja útlit græna kortsins.

Birt:
31. maí 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýir kortagrunnar og nýtt útlit á Græna kortinu“, Náttúran.is: 31. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/31/nyir-kortagrunnar-og-nytt-utlit-graena-kortinu/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. október 2013

Skilaboð: