Krafa Landverndar um yfirítölumat á Almenningum
Landvernd fór fram á við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að gert yrði yfirítölumat á Almenningum í Rangárþingi eystra, en ítölunefnd skilaði af sér áliti í marsmánuði. Krafa og rökstuðningur Landverndar er hér í viðhengi. Ráðuneytið taldi Landvernd ekki hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, en yfirítölunefnd var skipuð að kröfu Skógræktar ríkisins. Það er umhugsunarefni í ljósi Árósarsamningsins og þess að Almenningar eru þjóðlenda, að Landvernd hafi ekki verið talin hafa kröfurétt í þessu máli. Landvernd hefur óskað skýringa ráðuneytisins.
Birt:
22. maí 2013
Tilvitnun:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson „Krafa Landverndar um yfirítölumat á Almenningum“, Náttúran.is: 22. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/22/krafa-landverndar-um-yfiritolumat-almenningum/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.