Laugardaginn 25. maí nk. halda Samtök lífrænna neytenda aðalfund sinn í ReykjavíkurAkademíunni Hringbraut 121. Húsið opnar kl. 13:30 en dagskráin er sem hér segir:

  • 13:30 Húsið opnar
  • 14:00 Aðalfundarstörf
  • 14:30 Guðfinnur Jakobsson bóndi í Skaftholti heldur fyrirlestur um lífræna ræktun.
  • 15:00 Skúli Helgason fv. þingmaður fjallar um Græna hagkerfið.
  • 15:15 Hlé
  • 15:30 Afhending heiðursverðlauna SLN.
  • 15:45 Guðrún Hallgrímsdóttir stjórnarformaður Vottunarstofunnar Túns fjallar um stöðu lífrænnar ræktunnar á Íslandi í dag.
  • 16:15 Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ fjallar um heimsókn sína til Bhutan en Bhutan er fyrsta landið sem tekur alfarið upp lífrænt vottaða ræktun.
  • 16:45 Umræður
  • 17:00 Fundi slitið

Sjá viðburðinn á Facebook.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga.
Léttar lífrænar veitingar verða í boði fyrir fundargesti.

Birt:
25. maí 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Aðalfundur Samtaka lífrænna neytenda“, Náttúran.is: 25. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/20/adalfundur-samtaka-lifraenna-neytenda/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. maí 2013
breytt: 24. maí 2013

Skilaboð: