Göngum gegn Monsanto
Laugardaginn þ. 25. maí verða haldnar.m.k. 330 göngur í 41 löndum til að mótmælum ægivaldi Monsanto í heiminum.
Undirbúningsfundur fyrir göngu hér á landi verður haldinn í kaffihúsinu Stofunni við Ingólfstorg, þriðjudaginn 21. maí kl. 17:30.
Monsanto risinn er eins og flestir vita leiðandi í þróun erfðabreyttra fræja og svífst einskis til að auðgast. Monsanto komst á legg með því að framleiða Agent Orange sem Bandaríkjamenn notuðu í Víetnam stríðinu. Afrekalisti Monsanto er langur og dökkur (sjá nánar á Wikipediu).
Þeir sem styðja ekki heimsyfirráðastefnu Monsanto geta byrjað með því að forðast að styrkja fyrirtækið með því að sniðganga eftirfarandi fræ vörumerki*:
- Asgrow
- Channel
- Dekalb
- Deltapine
- Fielders's Choice
- Fertranelle
- Gold Country Seed
- Hubner Seed
- Jung Seed Genetic
- Kruger Seeds
- Lewis Hybrids
- Rea Hybrids
- Specialty
- Stewart
- Stone Seed Group
- Trelay Seeds
- WestBred
- De Ruiter
- Seminis
Birt:
20. maí 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Göngum gegn Monsanto“, Náttúran.is: 20. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/20/gongum-gegn-monsanto/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.