Matvæladagur á Austurlandi
Austfirskar Krásir - klasasamstarf matvælaframleiðenda, veitingastaða og mataráhugafólks á Austurlandi, blása til viðburðar á Hótel Héraði fimmtudaginn 16. maí. Á Matvæladeginum munu matvælaframleiðendur Austurlands kynna sig og sínar afurðir. Boðið verður uppá léttar veitingar í anda fjórðungsins sem geta gefið gestum hugmyndir um notkun á austfirsku hráefni.
Boðinu er beint til innkaupaaðila stofnana og fyrirtækja (mötuneyta), ferðaþjónustuaðila og veitingahúsa. Nú fer í hönd ferðamannatími þar sem matur getur og á að gegna lykilhlutverki í upplifun ferðamannsins á Austurlandi. Viðburðinum er ætlað að vekja athygli fyrirtækja og stofnana á því framboði matvæla sem í boði er á svæðinu.
Dagskráin er sem hér segir:
16.00 - Húsið opnar
17.00 - Opnun - Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Austfirskra Krása
17.10 - Matur og upplifun ferðamannsins - Tinna Björk Arnardóttir frá Nýsköpunarmiðstöð
17.30 - 19.00 Kynning matvælaframleiðenda á Austurlandi
Austfirskar Krásir hvetja veitingahús á svæðinu til þess að vekja athygli á austfirsku hráefni á matseðlum sínum í tengslum við Matvæladaginn.
Það yrði okkur sönn ánægja ef þú eða fulltrúi þíns fyrirtækis gætuð komið á þennan viðburð.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku við Heiði eða Magnfríði hjá Austurför í síma 471 3060 eða á netfangið austurfor@austurfor.is
Birt:
Tilvitnun:
Eygló Björk Ólafsdóttir „Matvæladagur á Austurlandi“, Náttúran.is: 16. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/16/matvaeladagur-austurlandi-2013/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.