Yfir 30 milljón tonn af plastrusli féll til í Bandaríkjunum einu saman á árinu 2009 og þar af var aðeins 7% safnað og endurunnið í nýjar vörur. Plastrusl heimsins er urðað eða fýkur um og lendir á ströndum og vötnum og að lokum í hafinu þar sem það orskakar gríðarleg spjöll á lífríkinu.

Í hinum „mikla ruslahaugi Kyrrahafsins“ (Great Pacific Garbage Patch*) sem er svæði í Norður-Kyrrahaf, hundruði kílómetra að stærð, flýtur gríðarleget magn af óniðurbrjótanlegur plastrusli. Rannsóknir sýna að a.m.k. 100.000 sjávardýr og 2 milljónir fugla deyja á ári hverju vegna plastsorps og svokallaðra hafmeyjartára sem eru örfínar plastagnir en þær finnast í miklu magni, í sandinum á öllum ströndum heims. Líka hér á landi.

Með því að minnka notkun okkar á plasti, flokka plast til endurvinnslu og kaupa ekki plastinnkaupapoka og nota þá ekki sem ruslapoka, leggjum við okkar að mörkum. Annað vandamál, og minna um rætt, er notkun hundaskítspoka úr plasti í bæjum og borgum og henda síðan í ruslið. Venjulegir ruslapokar jarðgerast ekki og verða því hluti af vandamálinu. En það er til önnur og umhverfisvænni lausn:

BioBag hundaskítspokar eru gerðir úr efni sem kallað er Mater-Bi, en uppistaðan í því er sterkja úr korni. Pokarnir eru eins náttúrulegir og hundaskítur, eru 100% niðurbrjótanlegir og henta vel í jarðgerð. Það tekur pokana innan við 40 daga að jarðgerast en til samanburðar þá brotna venjulegir plastpokar niður á yfir 100 árum en þeir jarðgerast þó aldrei.

Pokarnir standast kröfur Evrópusambandsins EN13432 um niðurbrjótanlegar vörur og bandaríska staðlalinn ASTM D6400 um niðurbrjótanlegar plastvörur.

Hér á Náttúrumarkaði eru pokarnir til sölu. Annars vegar í 40 poka pakka og hins vegar 20 poka pakka. Gámaþjónustan hf. flytur pokana inn.

BioBag - 40 niðurbrjótanlegir hundaskítspokar.
BioBag - 20 niðurbrjótanlegir hundaskítspokar.

Birt:
15. maí 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Niðurbrjótanlegir hundaskítspokar“, Náttúran.is: 15. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/15/nidurbrjotanlegir-hundaskitspokar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: