Einn áhrifamesti fyrirlesari um loftslagsbreytingar, Bill McKibben heldur opinn fyrirlestur í boði Landverndar, Norræna hússins og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Frá vitund til verka“ um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum og fer fram í Norræna húsinu sunnudaginn 5. maí kl. 12:30.

Bill McKibben er höfundur fjölda bóka um umhverfismál og einn stofnenda hinnar alþjóðlegu grasrótarhreyfingar 350.org, sem berst fyrir því að verja Jörðina fyrir hlýnun andrúmslofts. Samtökin hafa samhæft um 15 þúsund fjöldafundi í 189 löndum síðan 2009.

Bill McKibben er höfundur bókarinnar „The End of Nature“ sem var ein fyrsta bók fyrir almenning um loftslagsbreytingar. McKibben skrifar í fjölmörg tímarit, m.a. The New York Times, The Atlantic Monthly, Rolling Stone og Outside. Hann kemur fram út um allan heim og er afar vinsæll og áhrifamikill fyrirlesari. Time Magazine hefur útnefnt hann sem „The planet’s best green journalist“ og árið 2010 skrifaði Boston Globe að hann væri „probably the country’s [US] most important environmentalist“.

Hér að neðan eru linkar á upplýsingar um McKibben og um 350.org.
http://www.billmckibben.com/
http://350.org/

Birt:
1. maí 2013
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Frá vitund til verka - Bill McKibben með fyrirlestur í Norræna húsinu“, Náttúran.is: 1. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/05/01/fra-vitund-til-verka-bill-mckibben-med-fyrirlestur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. maí 2013

Skilaboð: