Verið velkomin í Garðyrkjuskólann Reykjum í Ölfusi (við Hveragerði) á sumardaginn fyrsta þ. 25. apríl nk. frá kl. 10:00-18:00

Nú eru ríflega 50 nemendur við nám á garðyrkjubrautum LbhÍ að Reykjum, á fjórum brautum, blómaskreytingum, garð- og skógarplöntuframleiðslu, skrúðgarðyrkju og ylrækt. Hefð er fyrir því að bjóða vorið velkomið með hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta.

Á markaðstorgi verður til sölu grænmeti, blóm, grænmet s.s. brakandi ferskt hnúðkál, kryddjurtir o.fl. Kaffi og veitingar til sölu á kaffistofunni. Hægt að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafnið. Afhending Garðyrkjuverðlaunanna 2013 og andlitsmálning og leikir fyrir börnin.

Ljósmynd: Vorboðinn, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
18. apríl 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Opið hús hjá Garðyrkjuskólanum Reykjum“, Náttúran.is: 18. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/18/opid-hus-hja-gardyrkjuskolanum-reykjum/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: