Hinn árlegi opni dagur í Skaftholti verður á laugardaginn 3. september frá kl. 14:00 til 17:00 í ár.

Skaftholti í Gnúpverjahreppi hefur verið stundaður lífrænn og lífefldur (bio-dynamic) búskapur undir stjórn Guðfinns Jakobssonar í yfir 30 ár. Þar hefur ennfremur verið unnið mikið og merkilegt meðferðarstarf en um 20-25 heimilismenn eru að jafnaði búsettir í Skaftholti þar sem þeir búa og vinna í nánum tengslum við náttúruna. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar.

Í kúabúi Skaftholts, þar sem mjólkin er gerilsneydd á staðnum, er einnig rekin ostagerð.

Í Skaftholti er ræktað fjölbreytt úrval grænmetis. Einnig er framleiitt nautakjöt og kindakjöt í Skafholti. Öll framleiðslan er vottuð lífræn frá Vottunarstofunni Túni.

Skaftholt á Grænum síðum.


Birt:
31. ágúst 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Opinn dagur í Skaftholti“, Náttúran.is: 31. ágúst 2016 URL: http://nature.is/d/2016/08/31/opinn-dagur-i-skaftholti/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: