Kassar til að safna dósum í fyrir Græna skáta.Grænir skátar hafa sérhæft sig í söfnun á skilagjaldsskyldum umbúðum. Félagið er í eigu Bandalags íslenskra skáta og hefur starfað síðan 1989.

Grænir skátar eru með móttökustöðvar víðsvegar um landið þar sem allir geta losað sig við dósir og gefið áfram. Gámar frá Grænum skátum eru víða staðsettir eins og sjá má á kortinu á veffnum graenirskatar.is.

Gámar Grænna skátaverða innan skamms einnig staðsettir á Endurvinnslukortinu, þar sem við leitumst við að hafa allar upplýsingar um endurvinnslumóttöku á öllu landinu aðgengilegar.

Fyrirtækjaþjónusta Grænna skáta sér einnig um að sækja dósir til fyrirtækja og félagasamtaka.

Allur ágóði af starfsemi Grænna skáta rennur óskert í heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks á vegum íslenskra skáta víðs vegar um landið.

Vantar þig eða þínu fyrirtæki kassa til að safna saman dósum, t.d. inn í geymslu eða á kaffistofunni. Hafðu þá samband í síma 550 9809 eða á netfangið graenir@skatar.is

Birt:
31. mars 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænir skátar safna dósum“, Náttúran.is: 31. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/31/graenir-skatar-safna-dosum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: