6 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir..Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.

Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).

Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.

Af reynslunni að dæma veit ég að áður en langt um líður verða þetta gríðarstórar plöntur sem gefa vel af sér í einföldum óupphituðum plastgróðurhúsum. Í raun reyndist kúrbítsræktunin sú allra gjöfulasta hjá mér í gróðurhúsinu í fyrrasumar.

Sjá grein um Kúrbítinn stóra.

7 dagar frá sáningu. Zuccini summer squash, Black beauty. Ljósm. Einar Bergmundur.

Birt:
29. mars 2016
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Viku gamlar kúrbítsplöntur“, Náttúran.is: 29. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/29/viku-gamlar-kurbitsplontur/ [Skoðað:28. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: