Þann 7. apríl næstkomandi standa Vistbyggðarráð og Skipulagsstofnun fyrir námskeiði um vistvænt skipulag. Námskeiðið fer fram í Hannesarholti við Grundarstíg 10 frá kl. 13:00-16:30

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem koma að gerð og framfylgd skipulags- ráðgjöfum og hönnuðum,
sérfræðingum hjá sveitarfélögum og stofnunum.
Það er einnig kjörið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum sem vilja kynna sér umhverfisáherslur í skipulagsgerð.

Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að hafa öðlast yfirsýn yfir;

  • helsti þætti sem áhrif hafa á visthæfi skipulags, bæði í nýrri byggð og við endurskoðun eldri byggðar,
  • hvernig beita má ólíkum aðferðum til að vinna að vistvænu skipulagi,
  • Breeam Communities vistvottunarkerfið fyrir skipulag,
  • umhverfismat skipulagsáætlana og helstu aðferðir við það,
  • Norræna vegvísinn fyrir vistvæna þróun þéttbýlis.

13:00 Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs

  • Vistvænt skipulag, helstu þættir sem hafa áhrif á visthæfi byggðar
  • Norrænn vegvísir fyrir vistvæna þróun þéttbýlis

13:30 Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar

  • Vistvænt skipulag í lagaumgjörð og stefnumörkun stjórnvalda
  • Umhverfismat áætlana, hvernig beita umhverfismati til að auka visthæfi byggðar

14:10 Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur eða NN frá Reykjavíkurborg

  • Mat á visthæfi byggðar og skipulags. Aðferð við forsendugreiningu og áhrifamat við gerð hverfisskipulags í Reykjavík

14:50 Kaffihlé og hópavinna

Þátttakendur fara í hléinu saman yfir dæmi um skipulagsverkefni og ræða með tilliti til visthæfi.

15:20 Ólöf Kristjánsdóttir, samgönguverkfræðinur, Mannviti

  • Vistvottunarkerfið Breeam Communities.
  • Dæmi um Breeam vottun skipulags í Urriðaholti.

16:20 Sigríður Björk Jónsdóttir

  • Samantekt

Verð: 20.000 kr./15.000 fyrir aðildarfélög VBR (lágmarksfjöldi þátttakanda 15).

Skráning: HÉR

Greiða þarf námskeiðsgjald fyrir 1.apríl. Námskeiðsgjaldið greiðist beint inn á reikning: 701-26-1550, kt:460510-1550. Vinsamlegst sendið staðfestingu á netfangið: vbr@vbr.is

Námskeiðsgögn:

  • Vistvænt skipulag þéttbýlis. Bæklingur gefinn út af Vistbyggðarráði í samvinnu við Skipulagstofnun, HR og Arkís 2014. Vefútgáfa.
  • Breeam Communities 2012. Handbók
  • Norrænn vegvísir fyrir vistvæna þróun þéttbýlis.

Birt:
15. mars 2016
Tilvitnun:
Sigríður Björg Jónsdóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið um vistvænt skipulag þéttbýlis“, Náttúran.is: 15. mars 2016 URL: http://nature.is/d/2016/03/15/namskeid-um-vistvaent-skipulag-thettbylis/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: