Daníel og hvolpurinn Lotta við Mývatn. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opið málþing um velferð gæludýra fimmtudaginn, 3. mars kl. 13:00 – 16:00 í fyrirlestrarsal ráðuneytisins að Skúlagötu 4 (1.h.) í Reykjavík. Á málþinginu gefst gæludýraeigendum og öðrum áhugasömum kostur á að fræðast um kröfur og helstu nýmæli nýrrar reglugerðar um velferð gæludýra, með gagnvirkum umræðum í lokin.

Með útgáfu reglugerðarinnar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið lokið útfærslu á nýjum dýravelferðarlögum fyrir allar helstu dýrategundir sem löggjöfin nær yfir. Matvælastofnun fer með framkvæmd laganna og reglugerða um velferð dýra og hefur eftirlit með að ákvæðum þeirra sé fylgt.

Dagskrá
13:00 – 13:10    Ný reglugerð um velferð gæludýra - Halldór Runólfsson, fundarstjóri
13:10 – 13:20    Af hverju nýjar reglur og hver fylgist með? - Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir
13:20 – 14:30    Meðferð, umhirða og aðbúnaður gæludýra - Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun
14:30 – 14:45    Hlé
14:45 – 15:15    Tilkynningarskylt dýrahald – hvað er það? - Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun
15:15 – 15:55    Umræður
15:55 – 16:00    Samantekt og lokaorð - Halldór Runólfsson, fundarstjóri

Skráning
Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir! Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is. Vinsamlega takið fram fullt nafn, fyrirtæki/samtök og netfang þátttakanda við skráningu. Skráningarfrestur er til 1. mars nk.

Nánari upplýsingar um reglugerðina er að finna hér:

http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2016/02/24/Malthing-Nyjar-reglur-um-velferd-gaeludyra/.


Birt:
28. febrúar 2016
Tilvitnun:
Matvælastofnun - MAST „Málþing um nýjar reglur um velferð gæludýra“, Náttúran.is: 28. febrúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/02/28/malthing-um-nyjar-reglur-um-velferd-gaeludyra/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: