Málstofa um þróun sjálfbærs samfélags

Föstudaginn 19. febrúar kl. 16:00-17:00 stýra þær Ásthildur B. Jónsdóttir og Kristín Ísleifsdóttir umræðum um þróun sjálfbærs samfélags en þær eru meðlimir í rannsóknahópi um menntun til sjálfbærni, sem starfar undir hatti Rann­sóknastofu í listkennslufræðum við Listaháskólann.

Í hringborðsumræðunum munu Allyson Macdonald, Ari Trausti Guðmundsson, Árni Stefán Árnason, Bjartmar Alexandersson, Guðrún Tryggvadóttir, Jóhann Björnsson, Kristján Leósson, Margrét S. Eymundardóttir, Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sigurður Björnsson og Tinna Gunnarsdóttir ræða við þátttakendur um hvað þau telja mikilvægt að leggja áherslu á í þróun sjálfbærs samfélags.

Málstofan um þróun sjálfbærs samfélags er ein af 18 málstofum, gjörningum, vinnustofum og sameiginlegum umræðum Hugarflugs sem á sér stað dagana 18.-19. febrúar í húsnæði listkennsludeildar og myndlistardeildar, Laugarnesvegi 91.

Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskóla Íslands og verður nú haldin í fimmta sinn. Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun með áherslu á listrannsóknir og þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Í ár er dagskráin sérlega vegleg, en 

Hugarflug býður upp á tækifæri til tengslamyndunar í akademísku samhengi hinna skapandi greina og leiðir saman starfsmenn skólans, nemendur, stundakennarar og starfandi listamenn, hönnuði, sýningarstjóra, listræna stjórnendur og fræðafólk á sviði menningar, lista og menntunar.

Skoða dagskrárbækling ráðstefnunnar.


Birt:
11. febrúar 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hugarflug í LHÍ - Þróun sjálfbærs samfélags “, Náttúran.is: 11. febrúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/02/11/hugarflug-i-lhi-throun-sjalfbaers-samfelags/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: