Slæm umgengni við gáma fyrir blandaðan úrgang við Sogið. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, lögum um eftirlit með skipum og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Meginefni frumvarpsins eru innleiðingar ýmissa Evrópugerða er varða úrgangsmál. Auk þess eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar á lögunum er varða m.a. opinberar birtingar á skýrslum rekstraraðila, kæruheimild í lögum um meðhöndlun úrgangs til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, heimild til handa Umhverfisstofnun til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á lögum um meðhöndlun úrgangs og breytingar er lúta að einnota umbúðum fyrir drykkjarvörur þar sem heimiluð er álagning umsýsluþóknunar á ál.

Umsögnum um frumvarpið skal skilað fyrir 5. febrúar nk. á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, lögum um eftirlit með skipum og lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (innleiðingar Evrópugerða, stjórnvaldssektir o.fl.) (pdf-skjal)


Birt:
26. janúar 2016
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum er varða meðhöndlun úrgangs í kynningu“, Náttúran.is: 26. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/25/frumvarp-um-breytingu-ymsum-logum-er-varda-medhond/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. janúar 2016

Skilaboð: