Námskeið í ormamoltugerð
Viktoría Gilsdóttir ormamoltugerðarleiðbeinandi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Leiðbeinandi er Viktoría Gilsdóttir en hún hefur gert tilraunir með ormamoltugerð og þróað aðferðir sem virka vel við íslenskar aðstæður. Hægt er að hafa ormamoltukassa t.d. í eldhúsinu eða vaskahúsinu enda kemur engin ólykt af moltugerðinni og moltan sem ormarnir framleiða teljast til áburðar í hæsta gæðaflokki.
Viktoría mun fjalla um ormana sem notaðir eru, fæðuna sem þeir vinna best úr, hönnun á íláti, uppsetningu ormamoltu, endurnýjun o.fl.
Nemandur þurfa að taka með kassa undir ormamoltuna, miðað er við svartan plastkassa 55x35x55cm.
Sjá viðburðinn á Facebook.
Skráning fer fram á: http://www.matrikastudio.com/skr-mig-nmskei/
-
Námskeið í ormamoltugerð
- Staðsetning
- None Stangarhylur 7
- Hefst
- Laugardagur 30. janúar 2016 14:00
- Lýkur
- Laugardagur 30. janúar 2016 16:00
Tengdir viðburðir
Birt:
4. janúar 2016
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið í ormamoltugerð“, Náttúran.is: 4. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/04/namskeid-i-ormamoltugerd/ [Skoðað:5. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.