Þann 14. janúar næstkomandi mun Vistbyggðarráð standa fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að auka gæði bygginga, draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, tryggja vellíðan og öryggi um leið og dregið er úr heildakostnaði bygginga á öllum líftíma hennar.
Þetta hálfs dags námskeið ætti að gagnast öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þess mál frekar og stuðla að bættu umhverfi.
 
Staðreyndin  er sú að um alla heim er nú farið að gera mun ríkari kröfur um umhverfisgæði í byggingariðnaði. Hér á landi hafa opinberir framkvæmdaaðilar eins og Framkvæmdasýsla ríkisins og Reykjavíkurborg  ásamt fleirum teki þessi skref og er þetta námskeið tilvalið tækifæri til þess að bæta þekkingu sína á vistvottun bygginga.
 
Á námskeiðinu verður sérstaklega fjallað um breska vistvottunarkerfið BREEAM, en það er það kerfi sem notast hefur verið við hér á landi undanfarin ár.
 
Námskeiðið gefur þó ekki réttindi til vottunar, heldur er ætlunin fyrst og fremst að gefa innsýn í þetta ferli, fara yfir helstu áherslur og draga lærdóm af þeim verkefnum sem þegar hefur verið unnið að hérlendis.

Nánar um námskeiðiði

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta: I) Vistvæn hugsun og hönnun bygginga, II) Breeam vottunarkerfið og III) Notkun Breeam á Íslandi

13:00-13:30 (0,5klst)

I) Vistvæn hugsun og hönnun bygginga:

  • Vistvæn eða sjálfbær bygging?
  • Hverjir eru kostir vistvænna bygginga?
  • Kostnaður / ávinningur við vistvæna vottun verkefna

13:30-14:00 (0,5 klst)

II) Breeam vottunarkerfið

  • Hvað er BREEAM?
  • Af hverju Breeam en ekki annað kerfi?
  • Hugmyndafræðin og helstu áherslur
  • Bream fyrir bæði byggingar og skipulag
  • Helstu útgáfur af kerfinu

14:30-14:40- kaffihlé

14:40-15:30 (50 min)
Handbókin

  • BREEAM, handbókin og almennar leiðbeiningar
  • Farið yfir 9 efnisflokka og dregið fram það sem við þurfum sérstaklega að skoða í íslensku samhengi.
  • Matsstig og mismunandi vægi einstakra þátta.

15:30-16:30 (1 klst)- þarf af 45 mín í verkefnadæmi

III) Notkun BREEAM á Íslandi.

  • Af hverju notum við Breeam á Íslandi?
  • Ólíkar gerðir verkefna – nokkur dæmi kynnt. (hvert verkefni 15 mín=45 min)
  • Áskoranir í ferlinu – hvað höfum við lært og hvað ber að varast. (eitthvað sem er þegar byggt

Vottunarferlið sjálft:

  • Hvernig get ég fengið verkefnið mitt vottað
  • Hverjir hafa leyfi til að votta byggingar?
  • Hvar er hægt að öðlast réttindi til þess?

Staður: Fundasalur Ásbyrgi , Verkís, Ofanleiti 2.
Tími: fimmtudagur 14. janúar kl. 13:00-16:30
Verð: 25.000  (18 þús fyrir aðildafélög/nema, þarf að framvísa skírteini)
(lágmarks fjöldi þátttakanda 15)
 
Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.


Birt:
15. desember 2015
Tilvitnun:
Sigríður Björg Jónsdóttir „Vistvæn hugsun og umhverfisvottun bygginga“, Náttúran.is: 15. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/15/vistvaen-hugsun-og-umhverfisvottun-bygginga/ [Skoðað:7. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: