Í ljósi slæmrar veðurspár hefur Vegagerðin ákveðið í samráði við Lögregluna á Suðurlandi og viðkomandi þjónustustöðvar Vegagerðarinnar, að loka hringvegi 1 frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni kl. 14:00 í dag. ( Lokunarstaðir við Lómagnúp og Freysnes verða einnig mannaðir) 

Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum uppúr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag og þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.

Birt:
4. desember 2015
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Lokanir á vegum vegna slæmrar veðurspár“, Náttúran.is: 4. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/04/lokanir-vegum-vegna-slaemrar-vedurspar/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: