Loftslagsráðstefnan COP 21 hófst í París í gær en þar mætast rúmlega 150 þjóðarleiðtogar, fylgilið þeirra, pressan og ýmisir hagsmunaaðilar. Forsvarsmenn Náttúran.is verða ekki á ráðstefnunni enda höfum við litið á það sem okkar hlutverk að uppfræða almenning hér heima um stöðuna og koma með hugmyndir og lausnir að vandanum sem á sér að sjálfsögðu mikið til rætur í eigingjarnri hugsun og heimtufrekju, hvers fyrir sig, þjóða og einstaklinga.

Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og fleiri hafa sent frá sér yfirlýsingar um fádæma fátækleg markmið Íslands í sókaráætlun í loftslagsmálum, sem sendinefndið pakkar upp á COP 21 og Sigmundur Davíð byrjaði að segja frá þar í gær. Enn getum við verið í fremstu víglínu segir hann, það höfum við líka lengi vitað. Vandamálið hefur falist í því að orð hafa komið í staðinn fyrir athafnir, skýrslur fyrir gjörðir.

En við vitum öll að nú er ekki hægt að loka augunum lengur fyrir því hvað hækkun hitastigs jarðar hefur raunverulega í för með sér. Nú er mál að linni og verk að vinna fyrir alla, ekki aðeins þjóðarleiðtoga!  Við höldum áfram að fylgjast, sinna okkar starfi og vona það besta.

Sjá opinbera vefsíðu ráðstefnunnar.

COP21 á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytsins.


Birt:
1. desember 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „COP 21 – Loftslagsráðstefnan í París“, Náttúran.is: 1. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/01/cop-21-loftslagsradstefnan-i-paris/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: