COP 21 – Loftslagsráðstefnan í París
Loftslagsráðstefnan COP 21 hófst í París í gær en þar mætast rúmlega 150 þjóðarleiðtogar, fylgilið þeirra, pressan og ýmisir hagsmunaaðilar. Forsvarsmenn Náttúran.is verða ekki á ráðstefnunni enda höfum við litið á það sem okkar hlutverk að uppfræða almenning hér heima um stöðuna og koma með hugmyndir og lausnir að vandanum sem á sér að sjálfsögðu mikið til rætur í eigingjarnri hugsun og heimtufrekju, hvers fyrir sig, þjóða og einstaklinga.
Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og fleiri hafa sent frá sér yfirlýsingar um fádæma fátækleg markmið Íslands í sókaráætlun í loftslagsmálum, sem sendinefndið pakkar upp á COP 21 og Sigmundur Davíð byrjaði að segja frá þar í gær. Enn getum við verið í fremstu víglínu segir hann, það höfum við líka lengi vitað. Vandamálið hefur falist í því að orð hafa komið í staðinn fyrir athafnir, skýrslur fyrir gjörðir.
En við vitum öll að nú er ekki hægt að loka augunum lengur fyrir því hvað hækkun hitastigs jarðar hefur raunverulega í för með sér. Nú er mál að linni og verk að vinna fyrir alla, ekki aðeins þjóðarleiðtoga! Við höldum áfram að fylgjast, sinna okkar starfi og vona það besta.
-
COP21 – Loftslagsráðstefnan í París
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „COP 21 – Loftslagsráðstefnan í París“, Náttúran.is: 1. desember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/12/01/cop-21-loftslagsradstefnan-i-paris/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.