Mýrdalshreppur og Náttúran.is hafa gert með sér samkomulag um þróun Endurvinnslukorts fyrir sveitarfélagið og er það fimmta Endurvinnslukort sveitarfélaga sem hleypt er af stokkunum. Endurvinnslukort Mýrdalshrepps er nú aðgengilegt í tengli t.h. á vik.is.

Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að verkefninu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu sjái sér hag í því að taka þátt í samstarfinu þannig að allir, bæði íbúar og ferðamenn, innlendir og erlendir, hafi aðgang að ítarlegum og samræmdum upplýsingum, hvar svo sem þeir eru staddir á landinu hverju sinni.

Endurvinnslukort Mýrdalshrepps á vik.is.

Birt:
22. október 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurvinnslukort Mýrdalshrepps komið í loftið“, Náttúran.is: 22. október 2015 URL: http://nature.is/d/2015/10/22/endurvinnslukort-myrdalshrepps-komid-i-loftid/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: