Hnapparnir þrír, Endurvinnslukort sveitarfélags, Endurvinnslukort Ísland og Spurt og svarað samskiptakerfið.

Nú er spurt og svarað samskiptakerfið tilbúið og komið inn á Endurvinnslukort sveitarfélaganna.

Notendur geta skráð sig inn með auðkenni frá samskiptamiðlum.

Spjallkerfið virkar þannig að hægt er að varpa fram spurningum um tiltekið efni og fá svör við þeim.
Svörin geta verið frá öðrum notendum, umhverfisfulltrúum sveitarfélaga eða starfsfólki Náttúrunnar.

Með söfnun spurninga og svara verður tli viskubrunnur þar sem auðvelt er að finna svar með leit.
Kerfið reynir að finna svar um leið og spurning er skrifuð og draga þannig úr mörgum spurningum um sama efni.

Nýr hnappur fyrir Spurt og svarað samskiptakerfið. Hönnun Guðrún Tryggvadóttir.Ef ekkert svar finnst er spurningunni varpað fram til umræðu.

Kerfið býður líka einfaldar kannanir þar sem fá má álit samfélagsins á einhverju viðfangsefni.

Við vonum að þessi nýjung þjóni samfélaginu vel.

Tenglar inn á Endurvinnslukort sveitarfélaganna eru neðst á Endurvinnslukortinu.

Birt:
15. júlí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „NÝTT! - Spurt og svarað samskiptakerfi á Endurvinnslukortinu“, Náttúran.is: 15. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/07/15/nytt-spurt-og-svarad-samskiptakerfi-endurvinnsluko/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. ágúst 2015

Skilaboð: