Þurrt birkilauf á grein. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Birki er ekki aðeins gott til lækninga, eins og t.d. í birkielixír heldur er það frábært sem te og sem krydd á lambalærið.

Þurrkað birki í krukku. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eftir að hafa pillað einstaka klístruð birkiblöð af greinum í nokkur ár fékk ég nóg, hef hreinlega ekki tíma til að brenna og tók mér Hildi Hákonardóttur til fyrirmyndar og prófaði að fara að hennar ráði og hengja upp birkigreinar og leyfa laufinu að þorna á þeim.

Það er alltaf hægt að finna birki sem þarf að grisja eða snyrta örlítið til svo það er ekki vandamálið að finna birkigreinar.

Þegar laufið er þurrt er laufið strokið af yfir borð og er það lauflétt vinna.

 

Birt:
8. júlí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Auðveld leið til að safna birki“, Náttúran.is: 8. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/07/08/audveld-leid-til-ad-safna-birki/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: