Squash planta. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Gróðurhús úr plasti og einföldum ramma. Ljósm. Squashplantan er þessi í pottinum fyrir miðið. Guðrún Tryggvadóttir.Ég skelli hér inn smá skrifelsi og myndum með það í huga að hvetja fólk til að reyna fyrir sér með ræktun nýrra plantna hér á okkar kalda landi.

Fyrir nokkrum árum áskotnuðust mér nokkur squashfræ* sem ég hef komið til og sem uxu svo hratt og vel að þau voru ekki húsum hæf. Því hef ég gefið þær vinum því ég hafði ekki neitt gróðurhús.

Nú með tilkomu óupphitaða plastgróðurhússins okkar var kominn tími til að leyfa einni að búa heima. Squash myndað. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Árangurinn er ágætur fram til þessa. Hún hefur myndað tvo ávexti nú þegar og blómgast heilmikið. Nú er að sjá hvernig þessum fallegu ávöxtum squashplöntunnar á eftir að reiða af í sumar.

*Ég veit ekki hvaða tegund þetta er né hvað squash heitir á íslensku svo ég nota enska orðið þangað mér vitrari menn.

 

 

Birt:
2. júlí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Squash ræktun í óupphituðu gróðurhúsi“, Náttúran.is: 2. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/07/02/squash-raektun-i-oupphitudu-grodurhusi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: