Endurvinnslukortið á Blóm í bæ
Helgina 26. - 28. júní 2015 verður Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ haldin í sjötta sinn. Fyrri sýningar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim og notið þess sem í boði var.
Sýningarsvæðið er í alfara leið fyrir ferðamenn, aðeins í um 30 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi viðburða verður á sviði garðyrkju, umhverfismála, skógræktar og íslenskrar framleiðslu.
Náttúran.is tekur þátt í hátíðinni og verður í Lystigarðinum laugardaginn og sunnudaginn 27. og 28. júní frá 12:00 - 18:00 að kynna Endurvinnslukortið fyrir allt landið, Endurvinnsluappið og Endurvinnslukort Hveragerðis.
-
Blóm í bæ
- Staðsetning
- None Hveragerði
- Hefst
- Föstudagur 26. júní 2015 12:00
- Lýkur
- Sunnudagur 28. júní 2015 18:00
Tengdir viðburðir
Birt:
23. júní 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurvinnslukortið á Blóm í bæ“, Náttúran.is: 23. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/23/endurvinnslukortid-blom-i-bae/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.