Mandarínukassar sem jarðarberjapottar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mandarínukassar frá liðnum jólum geta verið ágætis ræktunarílát fyrir jarðarber eða annað sem þarf að koma fyrir í hillum í gróðurhúsi. Nema auðvitað rótargrænmeti.

Í mínu heimatilbúna plastgróðurhúsi reyni ég það allavega. Ég fóðraði kassana fyrst með plasti en klippti smá göt á það í hornum svo vatn geti runnið af þeim.

Hitt ráðið hefði verið að nota venjulega potta en þeir geyma minni mold og taka meira pláss á hillunum og nýta þar af leiðandi plássið verr. 

Það hefði líka verið hægt að bora göt í rör og setja plönturnar í þau, sem er sæt hugmynd en mér finnst heldur mikið mál að standa í því og vera svo að vandræðast með plastspænir út um allt.

Nú er að sjá hvort að þetta dugi fram á haust án þess að vera til leiðinda.

Mandarínukassar sem jarðarberja- og blómapottar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þetta er sem sagt tilraun sem ég tek enga frekari ábyrgð á.

Birt:
13. júní 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ræktað í mandarínukössum“, Náttúran.is: 13. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/13/raektad-i-mandarinukossum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: