Geisladiskur verður fuglahræða
Samkvæmt kenningum sambýlisræktunar þá líður gulrótum vel með laufsalati, lauk, steinselju og radísum. Ég setti því gulrætur, lauk, blaðsalat og radísur saman í beð í eldhúsgarðinn minn í dag.
Gulrótarfræjunum sáði ég beint í garðinn en laukurinn var forræktaður. Það var því ekki hægt að leggja neitt yfir nýsáð fræin án þess að kremja lauklaufin. Til að bægja frá fuglum sem eru fjölmargir að tegundum og tölu hér í kringum Alviðru setti ég upp fuglahræðu sem ég sá notaða í garði í Belgíu fyrir nokkrum árum.
Fuglahræðan er einfaldlega geisladiskur sem hefur ekkert hlutverk lengur, hengdur upp á grein svo vindurinn geti hreyft hann nóg til að fuglarnir þori ekki að koma að setjast í beðið og éta fræin.
Nú er að sjá hvort að þetta ráð virki ekki eins vel á Íslandi og í Belgíu. Golan hér ætti að nægja til að leyfa ljósbroti frá geisladiskum að leika sér.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Geisladiskur verður fuglahræða “, Náttúran.is: 6. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/06/geisladiskur-verdur-fuglahraeda/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.