Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fögnuður á fardögum er nú haldið í þriðja sinn og er óður til fardagakálsins sem er betur þekkt sem njóli.

Fardagakálið er falleg jurt sem hefur fengið slæmt orð á sig vegna þess hvessu harðgerð og öflug hún er og hversu vel hún höndlar íslenskar aðstæður.

Jurtin er bæði bragðgóð og einstaklega næringarrík og var flutt inn til átu á 18 öld til að sporna gegn skyrbjúgum sem háði Íslendingum mjög þegar þeir komu undan vetri.

Félagsskapurinn Góðgresi eru einstaklega hrifin af þessari jurt og langar að fá sem flesta til að bæta henni inn í mataræði sitt. Þess vegna bjóða þau ykkur að koma og njóta jurtarinnar með þeim á ýmsan hátt. Þau hafa fengið til liðs við sig fríðan flokk af listamönnum sem ætla að heiðra jurtina hver á sinn hátt.

Fögnuðurinn verður haldinn við bústað Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesi og hefst laugardaginn 6. júní kl. 14:00.

Sjá viðburðinn á Facebook.

 


Birt:
3. júní 2015
Höfundur:
Góðgresi
Uppruni:
Góðgresi
Tilvitnun:
Góðgresi „Fardagakálinu fagnað á Fardögum“, Náttúran.is: 3. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/03/fardagakalinu-fagnad-fardogum/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: