Athyglisverð tilraun er í gangi á nokkrum stöðum í heiminum þ.á.m. í Järna í Svíþjóð, Berlín og Dornach í Sviss.

Tilraunin gengur út á það að reyna að rækta á 2000 m2 allt sem ein manneskja þarf af matvælum á heilu ári.
Því sé ræktunarlandi jarðarinnar deilt niður á mannfjöldann, þá koma 2000 m2 á hvern jarðarbúa.

Með því að slá inn 2000m2 á google  koma upp nokkrar síður þar sem fjallað er um verkefnið, t.d. 2000m2.eu.

 

Birt:
7. maí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðfinnur Jakobsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „2000 m2“, Náttúran.is: 7. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/07/2000-m2/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: