Málþing um miðhálendið 16. maí
Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir málþingi um miðhálendið.
Miðhálendi landsins hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri. Sú umræða hefur meðal annars átt sér stað í tengslum við hinar ýmsu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendinu og hvernig þær myndu hafa neikvæð áhrif á einstaka náttúru svæðisins og mikilvægi þess fyrir útivist og ferðaþjónustu.
Markmið málþingsins er að vekja athygli á virði miðhálendisins frá ýmsum hliðum, ræða mikilvægi þess að vernda svæðið sem eina heild, og hvernig þá vernd megi tryggja.
Málþingið fer fram í ráðstefnusal Laugardalshallar (Engjavegi 8) og hefst klukkan 10:30.
Dagskrá:
Fyrri hluti
Hvers vegna að vernda miðhálendið - Hvað er í húfi?
- Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði - Náttúrufarslegt virði/gildi hálenisins
- Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun HÍ - Hagfræðilegt gildi hálendisins - Er hægt að meta það?
- Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar - Hvaða hagsmuni hefur ferðaþjónustan af verndun hálendisins?
- Þórunn Eyfjörð, formaður Útivistar - Mikilvægi óraskaðs hálendis fyrir útivistarfólk
- Páll Líndal, doktor í umhverfissálfræði - Hvers virði er náttúra hálendisins fyrir heilsu og vellíðan?
Hádegismatur
Seinni hluti
Hvernig tryggjum við verndun miðhálendisins
- Sýn sveitarstjórnarmannsins á vernd hálendisins - óstaðfest
- Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar - Skipulagsmál miðhálendisins
- Dr. Peter Prokosch - Linking tourism to conservation
- Edward Huijbens, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála - Stýring ferðamanna á hálendi Íslands
Kaffihlé
Umræður
Í lok fyrirlestra er stefnt að því að efna til umræðna meðal málþingsgesta um hvernig tryggja eigi vernd miðhálendisins. Skipulegar umræður munu eiga sér stað þar sem þátttakendur verða beðnir að koma skoðunum sínum á framfæri. Þær verða svo dregnar saman í lok málþingsins.
-
Málþing um miðhálendið
- Staðsetning
- None Engjavegur 8
- Hefst
- Laugardagur 16. maí 2015 10:30
- Lýkur
- Laugardagur 16. maí 2015 17:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málþing um miðhálendið 16. maí“, Náttúran.is: 3. maí 2015 URL: http://nature.is/d/2015/05/03/malthing-um-midhalendid-16-mai/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.