Frá aðalfundi Landverndar 2011. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 9. maí n.k. kl. 13:00-18:00 í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík. Dagskrá verður send út viku fyrir aðalfund. Sérstök athygli er vakin á því að formaður Landverndar, Guðmundur Hörður Guðmundsson, og Helena Óladóttir varaformaður gefa ekki kost á sér til stjórnar.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum til setu í stjórn

Á fundi stjórnar Landverndar hinn 17. mars sl. var skipuð kjörnefnd sem hefur það hlutverk að tryggja framboð í öll embætti stjórnar. Kosið verður um formann í sérstakri kosningu, sbr. 16. gr. laga samtakanna, og um sæti fjögurra stjórnarmanna.

Kjörnefnd hefur hafið störf og geta félagsmenn haft samband við kjörnefnd og gefið kost á sér eða stungið upp á nöfnum. Nefndin mun ljúka störfum viku fyrir aðalfund, laugardaginn 2. maí, og upplýsa um þau framboð sem þá þegar hafa komið fram samhliða útsendri dagskrá. Tekið skal fram að eftir sem áður rennur framboðsfrestur ekki út fyrr en á aðalfundinum sjálfum. Því geta allir kjörgengir boðið sig fram á fundinum sjálfum.

Í kjörnefnd voru skipuð: Helena Óladóttir, núverandi varaformaður, Karl Ingólfsson og Guðni Olgeirsson, báðir félagsmenn í Landvernd. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til stjórnar eða vilja koma ábendingum á framfæri við kjörnefnd geta sent tölvupóst á helena.oladottir@reykjavik.is eða í síma 693-2948.

Lagabreytingar

Við vekjum athygli á því að þeir sem vilja gera tillögur að breytingum á lögum samtakanna, þurfa samkvæmt 20. gr. laganna að koma þeim í hendur stjórnar a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfund, þ.e.a.s. eigi síðar en laugardaginn 18. apríl n.k. Tillögur má senda á formann Landverndar, gudmundur@landvernd.is eða til framkvæmdastjóra, mummi@landvernd.is.

Lög Landverndar má finna hér á vefsíðu samtakanna.

Atkvæðisréttur og kjörgengi

Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa áhrif á störf samtakanna. Athygli er vakin á 13. gr. laga samtakanna um kjörgengi, en kjörgengir í stjórn eru almennir félagsmenn Landverndar sem eru skuldlausir við samtökin og fulltrúar félaga og félagasamtaka.

Við minnum því þau sem enn skulda félagsgjöld á að greiða þau fyrir aðalfund til að tryggja sér kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum (sbr. 10. og 13. gr. samþykkta). Rukkanir fyrir félagsgjöldum núverandi starfsárs 2014-2015 voru sendar út í nóvember síðastliðnum. Félagsmenn sem skráð hafa sig í samtökin eftir þann tíma eiga von á innheimtuseðli í heimabanka fyrir aðalfund, hafi þeir ekki ákveðið að greiða með öðrum hætti.


Birt:
16. apríl 2015
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Aðalfundur Landverndar 2015“, Náttúran.is: 16. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/16/adalfundur-landverndar-2015/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: