Hveragerði fyrstir með Endurvinnslukortið á Suðurlandi
Hveragerðisbær hefur gengið frá samkomulagi við Náttúran.is um Endurvinnslukortið og er fjórða sveitarfélagið sem gengur inn í samstarfið og það fyrsta á Suðurlandi. Endurvinnslukort Hveragerðis er nú aðgengilegt frá kubbi á forsíðu hveragerdi.is.
Endurvinnslukortið fyrir allt landið hefur að geyma gríðarlegt magn upplýsinga um endurvinnslu og móttökustaði á öllu landinu en þau sveitarfélög sem ganga til samstarfs um frekari þróun fá fjölda nýrra þjónustuliða. Öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að verkefninu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.
Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu sjái sér hag í því að taka þátt í samstarfinu þannig að allir, bæði íbúar og ferðamenn, innlendir og erlendir, hafi aðgang að ítarlegum og samræmdum upplýsingum, hvar svo sem þeir eru staddir á landinu hverju sinni.
Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela í sér eftirfarandi þjónustu:
- Skilgreiningu á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins s.s.; tunnum, lúgum, mótttökustöðvum og endurvinnsluflokkum.
- Sorphirðudagatal tengt heimilisfangi persónu eða fyrirtæki sem síðan tengist þjónustusvæði með leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttum veðurviðvörunum á leiðum.
- Áskrift að iCal og Google dagatölum Endurvinnslukortsins með tilkynningum og viðvörunum til að tengja í síma og tölvur.
- Spurt og svarað samskiptakerfi.
- Þjónustusíma
- Tengingu við ítarefni á Endurvinnslukortinu yfir allt landið.
- Efni á íslensku og ensku.
Endurvinnslukortið mun halda áfram að vera í stöðugri þróun og fylgja öllum breytingum eftir. Leiðarvísun og Spurt og svarað samskiptakerfi er á síðustu metrum í þróun og detta inn á næstunni.
Hafið samband við Guðrúnu Tryggvadóttur í síma 863 5490 eða gunna@nature.is til að fá nánari upplýsingar um Endurvinnslukort sveitarfélaganna.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hveragerði fyrstir með Endurvinnslukortið á Suðurlandi“, Náttúran.is: 10. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/10/hveragerdi-fyrstir-med-endurvinnslukortid-sudurlan/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.