Kjöt og fiskur gefur mat sem annars væri hent
Í kvöldfréttum ríkissjónvarpsin þ. 7. apríl var fjallað um matarsóun í verslunum og þá nýlundu verslunarinnar Kjöts of fisks við Bergstaðastræti að gefa mat sem annars væri hent. Vörur sem komnar eru á síðasta söludag og aðeins þreyttar ferskvörur liggja frammi í körfu og geta viðskiptavinir tekið þær með sér án þess að greiða fyrir þær.
Verslunarstjóri Kjöts og fisks sagðist hafa fengið nóg af því að henda mat sem væri vel ætilegur en væri kominn á tíma af ýmsum orsökum og óar við magninu sem stærri verslanir hljóti að henda dags daglega. Honum segist líða mun betur í sálinni eftir að hann hætti að henda matnum en gefa hann í staðinn.
Náttúran hvetur verslanir til að taka sér Kjöt og fisk til fyrirmyndar. Slík góðsemi skilar sér vafalaust einnig í meiri viðskiptum því fólk kann jú að meta það þegar fólk er gott við annað fólk.
Hattinn ofan fyrir Kjöt og fiski!
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kjöt og fiskur gefur mat sem annars væri hent“, Náttúran.is: 7. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/07/kjot-og-fiskur-gefur-mat-sem-annars-vaeri-hent/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.