Líf í Alviðru. Ljósm. עותקÞann 1. apríl flutti Náttúran.is og aðstandendur sig um set, í beinni loftlínu austar í Ölfusið, þ.e. frá Breiðahvammi við Hveragerði, í Alviðru sem liggur vestan við Sog gegnt Þrastalundi í Grímsnesi.

Árið 1973 gáfu Margrét Árnadóttir og Magnús Jóhannesson Landvernd og Árnessýslu jörðina Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í Grímsnesi. Jarðirnar liggja sín hvoru megin við Sogið. Í gjafabréfinu er kveðið á um að jörðin skuli nýtt til umhverfisfræðslu.

Landvernd rak umhverfisfræðslusetur í Alviðru um árabil en vegna stefnubreytinga í fræðslumálum hefur starfsemi þess legið niðri í nokkur ár.

Náttúran.is uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fyrir starfsemi Alviðru, þ.e. að þar sé rekið umhverfisfræðslusetur en Náttúran.is mun halda áfram að þróa ýmis umhverfisfræðsluverkefni og tæknilausnir, í anda sjálfbærni og umhverfisverndar eins og hún hefur gert sl. 8 ár.

Nýtt póstfang Náttúran.is er:

Náttúran.is
Alviðru
801 Selfossi (dreifbýli)

Birt:
2. apríl 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is flutt í Alviðru“, Náttúran.is: 2. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/02/natturan-flutt-um-set-i-alvidru/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. apríl 2015

Skilaboð: