Guðrún Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Náttúran.is og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps handsala fyrsta Endurvinnslukortssamninginn í lok janúar 2015.Á síðastliðnum 7 árum hefur Náttúran.is staðið að þróun Endurvinnslukorts sem tekið hefur á sig ýmsar myndir. Endurvinnslukortið er bæði til í vef- og app-útgáfu og fyrirtækið hefur notið stuðnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Úrvinnslusjóðs, SORPU bs., Sorpstöðvar Suðurlands bs., Reykjavíkurborgar, Umhverfissjóðs Landsbankans og Gámaþjónustunnar hf. við þróun kortsins.

Tilgangur Endurvinnslukortsins er að fræða almenning um endurvinnslu, hvetja fólk til að taka þátt í því að minnka magn sorps sem fer óflokkað í heimilistunnuna, og gefa eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hverjum endurvinnsluflokki.

NÝTT! Endurvinnslukort sveitarfélaganna

Nú hefur Endurvinnslukortið tekið á sig nýja mynd, með fjölda nýrra þjónustuliða en öllum sveitarfélögum landsins býðst að gerast samstarfsaðilar að verkefninu og veita íbúum sínum þannig aukna þjónustu með eigin Endurvinnslukorti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Starfsfólk Náttúrunnar hefur verið á ferð um landið frá því í byrjun desember að kynna Endurvinnslukortið og lært mikið um stöðu mála á landinu á ferðum sínum. Við höfum heimsótt 48 sveitarfélög og heimsóknunum verður haldið áfram þegar betur viðrar.

Nú þegar hafa samningar verið undirritaðir við nokkur sveitarfélög þar á meðal Djúpavogshrepp sem reið á vaðið og fékk þvífyrstur Endurvinnslukort þróað til að fella inn á vef sinn. Takmarkið er að öll sveitarfélög á landinu sjái sér hag í því að taka þátt í samstarfinu þannig að allir, bæði íbúar og ferðamenn, innlendir og erlendir, hafi aðgang að ítarlegum og samræmdum upplýsingum, hvar svo sem þeir eru staddir á landinu hverju sinni.

Forsíða djupivogur.is með Endurvinnslukortskubbinum og kortinu opnu á síðunni.

Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela í sér eftirfarandi þjónustu:

  • Skilgreiningu á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins s.s.; tunnum, lúgum, mótttökustöðvum og endurvinnsluflokkum.
  • Sorphirðudagatal tengt heimilisfangi persónu eða fyrirtæki sem síðan tengist þjónustusvæði með leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttum veðurviðvörunum á leiðum.
  • Áskrift að iCal og Google dagatölum Endurvinnslukortsins með tilkynningum og viðvörunum til að tengja í síma og tölvur.
  • Spurt og svarað samskiptakerfi.
  • Þjónustusíma
  • Tengingu við ítarefni á Endurvinnslukortinu yfir allt landið.
  • Efni á íslensku og ensku.

Endurvinnslukortið mun halda áfram að vera í stöðugri þróun og fylgja öllum breytingum eftir. Leiðarvísun og Spurt og svarað samskiptakerfi er á síðustu metrum í þróun og detta inn á næstunni. Hafið samband við Guðrúnu Tryggvadóttur í síma 863 5490 eða gunna@nature.is til að fá nánari upplýsingar um Endurvinnslukort sveitarfélaganna.

Skoða Endurvinnslukort Djúpavogshrepps á djupivogur.is.

 

Birt:
5. mars 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Endurvinnslukort Djúpavogshrepps komið í loftið“, Náttúran.is: 5. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/05/endurvinnslukort-djupavogshrepps-komid-i-loftid/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. apríl 2015

Skilaboð: