Hrafnaþing – Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
Páll Bjarnason byggingartæknifræðingur flytur erindið Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. mars kl. 15:15. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.
Páll Bjarnason er byggingartæknifræðingur hjá EFLA verkfræðistofu. EFLA hefur unnið með dróna eða flygildi undanfarin tvö ár á samstarfi við Suðra ehf. og UAS Iceland. Farið verður yfir reynslu af notkun flygildanna og hverju er hægt að búast við af þeim, þ.e. gögn og gæði.
Á árinu 2014 voru flogin samtals 80 flug þar m.a. var kortlagt fyrir rannsóknir, skipulagsvinnu eða framkvæmdir. Sýnd verða gögn frá mismunandi verkefnum og hvað hægt er að gera við gögnin til áframhaldandi vinnslu.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands - NÍ - Garðabæ „Hrafnaþing – Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir“, Náttúran.is: 4. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/04/hrafnathing-dronar-og-notkun-theirra-vid-natturura/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.