Nýtt norrænt verkefni: Endurvinna á plastúrgang í auknum mæli
Á hverju ári er um 700 þúsund tonnum af plastúrgangi hent í rusl á norrænum heimilum. Þetta plast væri unnt að endurnýta. Norræna ráðherranefndin hefur því hrint verkefni í framkvæmd sem gengur út á að kanna leiðir til að auka endurvinnslu á plastúrgangi á Norðurlöndum. Verkefnið hefur nú skilað af sér leiðbeiningum sem miðast við norrænar aðstæður.
Víða um heim er notkun á plasti að aukast. Um leið eykst plastúrgangur og losun hans út í náttúruna. Mikið magn plastumbúða endar sem heimilissorp.
Þrjár nýjar skýrslur um endurvinnslu á plasti hafa verið unnar á vegum átaksverkefnis norrænu forsætisráðherranna um grænan hagvöxt. Niðurstöður eru á þá leið að framleiðendur verði að hafa endurvinnslumöguleika í huga þegar á hönnunarstigi vöru, að neytendur þurfi að vera iðnari við flokkun og að bæta þurfi söfnunar- og flokkunarkerfi.
Því kynnir Norræna ráðherranefndin þrjá nýja leiðbeiningabæklinga um betri leiðir til að flokka og meðhöndla plastumbúðir sem falla til á heimilum.
Í „Guidelines to increased collection of plastic packaging waste from households“ eru gefin ýmis dæmi um leiðir til að bæta söfnun á plastúrgangi. Áhrifaríkasta leiðin felst í því að auðvelda almenningi að skila plastúrgangi til endurvinnslu.
Í „Guideline for sorting of plastic at recycling centres“ eru ráðleggingar til endurvinnslustöðva um hvernig megi stýra því magni sem safnast og haga flokkun þess sem best.
+ Guideline - WEEE Plastics Recycling: A guide to enhancing the recovery of plastics from waste electrical and electronic equipment
Í „Nordic Plastic Value Chains – Case WEEE“ kemur fram að aðeins 25 prósent af plasti úr raftækjaúrgangi séu endurunnin. Í leiðbeiningabæklingunum má finna ráðleggingar til umbóta á fleiri sviðum, m.a. um leiðir til að rekja hráefni og koma í veg fyrir ólöglega endurvinnslu og flutning á raftækjaúrgangi.
Reports and policy briefs
All reports are part of the Nordic Prime Ministers' green growth initiative.
Future solutions for Nordic plastic recycling
Plastic sorting at recycling centres: Background report
Plastic value chains – Case WEEE – Waste Electrical and Electronic Equipment: Part 2 report
Birt:
Tilvitnun:
Norræna ráðherranefndin „Nýtt norrænt verkefni: Endurvinna á plastúrgang í auknum mæli“, Náttúran.is: 3. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/03/nytt-norraent-verkefni-endurvinna-plasturgang-i-au/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.