Á Endurvinnslukortinu eru upplýsingar um allt sem viðkemur sorphirðu og endurvinnslu í sveitarfélaginu.

Hér finnur þú skilgreiningar á endurvinnslumöguleikum og sorpþjónusta svæðisins með sorphirðudagatali sem tengist heimilisfangi þínu, sem þú virkjar með því að slá heimilisfangið þitt í leitarreitinn, leiðarbestun að næstu móttökustöð og dagréttar veðurviðvaranir á leiðum, áskrift að iCal og Google dagatölum, spurt og svarað samskiptakerfi og tengingu við ítarefni á Endurvinnslukortinu yfir allt landið. Endurvinnslukortið er bæði á íslensku og ensku.

Til að fara inn á Endurvinnslukortið yfir Ísland er smellt á merkið með bláu hringpílunni yfir Íslandi.

Þú getur nálgast nánari skýringar á hverjum þjónustuþætti fyrir sig með því að smella á spurningamerkið fremst í leitarglugganum sem leiðir þig þá í gegnum allt ferlið.

Endurvinnslukort – Ísland. Framleiðandi Náttúran.is / Náttúran er ehf. 2008-2015. Endurvinnslukortið™ er skrásett vörumerki Náttúran er ehf. ©Náttúran er ehf. 2015. Öll réttindi áskilin.

Birt:
2. mars 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Velkomin á Endurvinnslukort“, Náttúran.is: 2. mars 2015 URL: http://nature.is/d/2015/03/02/velkomin-endurvinnslukort-sveitarfelagsins/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. ágúst 2015

Skilaboð: