Lærðu að gera fjölnota töskur úr notuðum plastpokum
Halldóra Gestsdóttir og Ingibjörg Petra hönnuðuir og listgreinakennarar kenna hvernig gera má fjölnota töskur úr notuðum plastpokum en þessi kennsla er partur af sýningunni ÁKALL sem stendur yfir í Listasafni Árnesinga.
Þetta er einfalt og fljótlegt, eitthvað sem allir geta gert. Það eina sem þarf til er: notaðir plastpokar, straujárn, smjörpappír og saumavél.
Þessar töskur eru níðsterkar og hver taska er einstök (engin eins).
Kennslan fer fram í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þann 7. mars milli kl. 13:00 og 16:00.
Allir velkomnir.
Birt:
27. febrúar 2015
Tilvitnun:
Inga Jónsdóttir „Lærðu að gera fjölnota töskur úr notuðum plastpokum“, Náttúran.is: 27. febrúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/27/laerdu-ad-gera-fjolnota-toskur-ur-notudum-plastpok/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.