Danir eru klárir í að upplýsa neytendur á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Nú eru t.d auglýsingaherferð í gangi á DR1 og á vefnum tjekdatoen.dk um hvernig skilja á dagsetningar á matvælapakkningum. Eitthvað sem að við getum tekið okkur til fyrirmyndir.

Munurinn á Síðasta söludegi og Best fyrir er nefnilega ekki almennt rétt skilinn.

Þetta er hluti herferðarinnar gegn matarsóun og sóun yfirleitt auk þess að vera heilbrigðismál þar sem ónýt matvæli geta verið mjög heilsuspillandi.

Skilaboðin eru stuttu máli þessi:

Best fyrir eðe Best fyrir lok þýðir að neyta megi matarins svo framarlega sem hann lyktar vel og smakkast vel.

Síðasti neysludagur þýðir að henda skuli matnum sé komið fram yfir síðasta neysludag.

Á vef Matvælastofnunar eru eftirfarandi upplýsingar að finna:

Merkingar á geymsluþoli

Matvæli eiga að vera merkt með „best fyrir” eða „best fyrir lok”. Kælivörur sem hafa fimm daga geymsluþol eða skemmra eiga þó að vera merkt með „síðasti neysludagur”. Allar kælivörur sem hafa þriggja mánaða geymsluþol eða skemmra, eiga jafnframt að vera merkt með „pökkunardagur”. Orðunum fylgi annaðhvort sjálf dagsetningin eða tilvísun í það hvar dagsetningin kemur fram.

Dagsetning skal tilgreind sem dagur, mánuður og ár, en eftirfarandi frávik eru heimil:

  • fyrir matvæli sem geymast þrjá mánuði eða skemur nægir að tilgreina dag og mánuð;
  • fyrir matvæli sem geymast í 18 mánuði eða skemur, þó lengur en 3 mánuði, nægir að tilgreina mánuð og ár;
  • fyrir matvæli sem geymast lengur en 18 mánuði nægir að tilgreina ár.

Sjá meira á mast.is.

Birt:
16. febrúar 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tékkaðu á dagsetningunni“, Náttúran.is: 16. febrúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/16/tekkadu-dagsetningunni/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: