Af bloggsíðunni drragnar.weebly.com.Heilsufrelsis samtök Íslands kynna fyrirlestur með Dr. Tommy Ragnar Wood. Fyrirlesturinn verður fluttur á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 28. febrúar kl.13:00 - 15:00 og aðgangseyrir eru 1.500 kr. (posi á staðnum).

Tommy Ragnar Wood er fæddur í Bandaríkjunum, en ólst upp í Bretlandi. Hann er lífefnafræðingur (Bs. frá Cambridge) og læknir (frá Oxford) og vann kandídatsárin við Guy's & St. Thomas's spítalan í London. Hann stúndar nú doktorsnám í heilataugalífeðlisfræði ungbarna í Osló. Hann er hálfíslenskur og þekkir því vel til hér á landi.

Dr. Ragnar, eins og hann kallar sig er hafsjór þekkingar um matarræði, næringu, langvinn veikindi og almenna hreyfingu og heilsu. Í þessum fyrsta fyrirlestri hans á vegum samtakanna ætlar Dr. Ragnar að svipta hulinni af mjólkurvörum og fræða okkur um þær rannsóknir og meðferðarúrræði sem í boði eru við M.S. sjúkdómnum.

Í fyrri hluta fyrirlestursins mun Dr. Ragnar taka fyrir mjólkurvörurnar. Eru þær góðar fyrir okkur eða ekki? Hann mun meðal annars fjalla um sögu mjólkurvara í matarhefð okkar manna, um mjólkuróþol og aðra mögulega neikvæða eiginleika mjólkar. Hann fjallar sérstaklega um íslensku mjólkina og hvers vegna hún er sér á báti. Síðan mun hann fara yfir bæði neikvæðar og jákvæðar afleiðingar mjólkurneyslu á hinum ýmsu sjúkdómum. Til að mynda áhrifa hennar á sykursýki, offitu, sjálfsofnæmi, beinþynningu og hjarta- og æðasjúkdóma.

Í seinni hluta fyrirlestursins mun Dr. Ragnar svo fjalla um kerfisgreiningu á M.S. sjúkdómnum og þær lausnir sem bjóðast sjúklingum.

Eftir hvern hluta fyrirlestursins mun Dr. Ragnar svara spurningum úr sal og á milli fyrri og seinni hluta fyrirlestursins verður stutt hlé svo að allir geti teygt úr sér og spjallað sín á milli.

Komið, hlustið, fræðist og fáið að kynnast öðrum heilsufrelsurum! Hlökkum til að sjá ykkur!

Heimasíða Dr. Ragnars: http://drragnar.weebly.com/


Birt:
11. febrúar 2015
Höfundur:
Heilsufrelsi
Tilvitnun:
Heilsufrelsi „Dr. Ragnar – Sannleikurinn um mjólk og meðferðarúrræði“, Náttúran.is: 11. febrúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/11/dr-ragnar-sannleikurinn-um-mjolk-og-medferdarurrae/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: