Þrátt fyrir að það hljómi eins og síendurtekin tugga, þá eru tölurnar yfir matarsóun í bandaríkjunum ógnvænlegar. Bandarískir neytendur sóa 40% af matnum sem þeir kaupa. Á hverju ári hendir bandaríska þjóðin 161 milljarða dollara virði af matvælum í ruslið.

En hvernig lítur þessi gríðarlega sóun matvæla út? Hvað er hér um að ræða, tugþúsundir af útrunnum jógúrtdollum, hundruðir tonna af aðeins þreyttu salati o.s.fr. ? Popular Science hefur unnið skýringarmynd úr alþjóðlegum gögnum um matarsóun frá Matvæla- og Landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (U.N. Food and Agricultur Organization) sem varpa ljósi á hvernig þetta lítur út myndrænt.

Stig:

Upprunalegt magn - Magn áætlað til manneldis

Landbúnaður - Sóun á uppskerutíma, við dýraeldi til kjötneyslu og við fiskveiðar

Eftir uppskeru - Sóun uppskeru og kjöt- og fiskmetis við geymslu og flutninga

Vinnsla - Sóun í sláturferlinu, niðursuðu, ostagerð o.s.fr.

Dreifing - Sóun á sölustað, stórmörkuðum og heildsölum

Neysla - Matarsóun á heimilum og veitingahúsum

 

Tegund og útkoma (neysla/sóun):

Korn = 73% neytt - 28% sóað

Rætur og rótarávextir = 53% neytt - 47% sóað

Olíur og baunir = 77% neytt - 23% sóað

Ávextir og grænmeti = 56% neytt - 44% sóað

Kjöt = 79% neytt - 21% sóað

Fiskur = 65% neytt - 35% sóað

Mjólkurvörur = 84% neytt - 16% sóað

Sjá alla greinina á takepart.com.

Birt:
4. febrúar 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Mynd af matarsóun “, Náttúran.is: 4. febrúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/04/mynd-af-matarsoun/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: