Tákn fyrir hina fjóra flokka í Landsskipulagsstefnunni þ.e.: Skipulag um miðhálendi Íslands, Skipulag í dreifbýli, Búsetumynstur og dreifing byggðar og Skipulag á haf- og strandsvæðum.Skipulagsstofnun kynnti auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 á Nauthóli í Reykjavík þ. 29. janúar sl.

Á fundinum var tillagan kynnt auk þess sem að fjallað var sérstaklega um framfylgd landsskipulagsstefnu í gegnum skipulagsgerð sveitarfélaga.
Sjá kynningarglærurnar.

Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum og almenn sjónarmið til leiðbeiningar við skipulagsgerð sveitarfélaga. Hún felur almennt ekki í sér fyrirmæli um nákvæma útfærslu landnotkunar nema að um hana sé fjallað í fyrirliggjandi áætlunum opinberra aðila.

Sjá vef um landsskipulag landsskipulag.is.

Birt:
2. febrúar 2015
Höfundur:
Skipulagsstofnun
Tilvitnun:
Skipulagsstofnun „Tillaga að landsskipulagsstefnu kynnt“, Náttúran.is: 2. febrúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/02/02/tillaga-ad-landsskipulagsstefnu-kynnt/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: