International Civil Aviation Organization (ICAO) hefur þróað aðferðafræði til að mæla losun kolefnis frá flugi og gera almenningi þannig auðvelt um vik að reikna út losunina sem flugferðir valda, með Carbon Emission Calculator (kolefnislosunarreiknivél). ICAO hefur gefið reiknivélina út í appi fyrir iOS og er það ókeypis.

Sjá nánar um aðferðafræðina sem notuð er við útreikningana hér.

Fyrirtæki sækja í æ ríkari mæli eftir því að vöruflutningar með flugi geti verið vottaðir sem kolefnisjafnaðir. Hér á landi býður Kolviður upp á að kolefnisjafna ferðir og flutninga á landi, sjó og með flugi og hefur fyrirtækið Icelandair Cargo gert samning við Kolvið um að bjóða viðskipavinum sínum upp á að kolefnisjafna þá losun sem flugfrakt sem þeir hafa með höndum veldur.

Kolviður býður einnig einstaklingum að kolefnisjafna losun sem þeir eru ábyrgir fyrir með heimilisbílnum og flugferðum. Kolefnisjöfnun á ekkert skylt við aflátsbréf eða syndaaflausn en Kolviður hvetur einstaklinga og fyrirtæki til þess að taka ábyrga afstöðu til losunar gróðurhúsalofttegunda, hver og einn er ábyrgur fyrir sínum útblástri.

Skjáskot úr appinu.

Birt:
11. janúar 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kolefnislosunar reiknivél og kolefnisjöfnunarsjóðurinn Kolviður“, Náttúran.is: 11. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/01/11/kolefnislosunarreiknivel-og-kolefnisjofnunarsjodur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: