Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd auglýsa eftir verkefnisstjóra til að stýra nýju og spennandi verkefni samtakanna fyrir verndun hálendisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Starfið felst meðal annars í skipulagningu viðburða, þekkingaröflun og miðlun um málefni hálendisins í samvinnu við hagsmunaaðila úr ólíkum áttum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa sem fyrst og ráðið er til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Menntun og hæfniskröfur
Samtökin óska eftir að ráða dugmikinn einstakling með háskólamenntun og góða þekkingu og reynslu af náttúruvernd, skipulagsmálum, málefnum miðhálendisins, eða með aðra þá þekkingu sem mundi nýtast við stjórnun verkefnisins. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, búa yfir mikilli samskiptafærni og hafa góða stjórnunarhæfni. Gerð er krafa um frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi og viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að koma fram.

Kröfur til umsóknar og frestur
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og greinargerð þar sem ástæða umsóknar er útlistuð, hæfni viðkomandi til að gegna starfinu lýst og listi yfir 2-3 meðmælendur gefinn. Umsóknir skulu sendar á mummi@landvernd.is og arni@natturuvernd.is, merktar „Hálendisverkefni umsókn“. Umsóknarfrestur er til 5. janúar n.k.

Nánari upplýsingar veita: Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna, s. 897 2437 og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, s. 863-1177.


Birt:
19. desember 2014
Tilvitnun:
Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar „Verkefnisstjóri hálendisverkefnis
“, Náttúran.is: 19. desember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/12/19/verkefnisstjori-halendisverkefnis/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. janúar 2015

Skilaboð: