Terra Madre dagurinn er 10. desember
Þann 10. desember er Terra Madre dagurinn (dagur Móður Jarðar) en hann hefur verið haldinn hátíðlegur um heim allan síðan 2009 en þá fögnuðu Slow Food samtökin 20 ára afmæli sínu.
Í ár fagna samtökin 25 ára afmæli sínu og hvetja alla til að velja mat úr héraði og upplýsa nágranna sína um kosti þess að velja mat úr næsta nágrenni eins og kostur er.
Hér á landi hafa samtökin Slow Food Reykjavík einnig hvatt matsölustaði, leikskóla og mötuneyti til að laga Terra Madre súpu þennan dag. Margir hafa tekið áskoruninni vel og bjóða upp á súpu úr héraði. Sjá þá sem tekið hafa áskoruninni hér að neðan en að sjálfsögðu standa vonir til þess að sem allra flestir taki þátt.
Terra Madre súpa og íslenskir framleiðendur:
BÚRIÐ (í tjaldi ef veður leyfir, kjöt frá Hálsi í Kjós, tvíreykt hangikjöt, ostrusveppir o. fl.)
Frú Lauga Laugalæk og Frú Lauga Óðinsgötu
Terra Madre súpa:
Mötuneyti
- Advania
- Bændasamtaka Íslands
- CCP
- Matís
- RÚV
- Vodafone
Veitingahús
- Culina (sendir mat í fyrirtæki)
- Spíran (Sendir mat í fyrirtæki og í Spírunni í Garðheimum)
- Bergsson Mathús
- Aalto Bistro (Norræna Húsinu)
- Hannesarholt
- Ostabúðin
- Vegamót
- Gló (á öllum stöðum)
- Víkin (Sjóminjasanfinu)
- Hverfisgata 12
- Kex
- Coocoo's nest
Úti á landi
- Blómalind (Búðardal)
- Bjarteyjarsandi (Hvalfjarðarsveit, 7. des)
- Gistihús Egilsstaðir
Leikskóli
- Aðalþing (Kópavogi)
Slow Food hugmyndafræðinni; gott, hreint og sanngjarnt, til að rækta staðbundnar og lífrænar matjurtategundir sem munu brauðfæða þorpin til lengri tíma.
Terra Madre er alþjóðlegt átak sem ætlað að tengja saman bændur og matvælaframleiðendur, matreiðslumenn, nemendur, sérfræðinga og alla þá sem áhrif geta haft til að vernda matarmenningu og stuðlað að sjálfbærri matvælaframleiðslu.
Nokkrar tölur um ástand heimsins:
- Samkvæmt tölum frá FAO er ræktun nægileg til að brauðfæða 12 miljarða jarðabúa en nú erum við 6,3 miljarðar – og á meðan rúmlega milja. jarðabúar eru í hungursneyð er helmingnum af matvælaframleiðslunni hent...
- 1,7 milja. íbúa þjást af offitu, sykursýki eða öðrum sjúkdómum sem hægt að rekja til næringu sem ekki er í lagi.
- Í Bandaríkjunum fara 146 milja. USD í að lækna þessa sjúkdóma en G8 þjóðir lofuðu 20 milja USD til að bregðast við verstu hungursneyð þróunalanda – sem hafa enn ekki skilað sér í peningum (sjá www.srfood.org).
- Í Bandaríkjunum eru 22 000 t af ætu matvæli hent í rusli á hverjum degi, 4000 t á Ítalíu, 50 000 t í ESB-löndunum öllum.
- Bændum fækkar með hraði: voru 40% af íbúafjölda Bandaríkjanna í 1950, eru 1% í dag, voru 50% á Ítalíu 1950 og eru í dag 4%.
- Fjölskyldur eyddu í 1970 32% af tekjunum sínum í mat en í dag 12% - á meðan þær eyða 12-14% á GSM símum.
- Árið 2008 voru fleiri búsettir í stórum borgum en í sveitum – hver ræktar svo afurðir til að brauðfæða okkur?
- Í heiminum öllum hverfa 50 matjurtategundir daglega.
- Bændur fá 0,09 $ pr dollar af matvælum sem neytendur kaupa, afgangurinn fer til milliliða og í flutningskostnað.
- 36 af 40 ríkjum í Afríku rækta korn sem er flutt út til Bandaríkjanna í dýrafóður á meðan neyðarhjálpin sendir neyðarmatvæli til margra þeirra landa.
-
Dagur Móður Jarðar
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Terra Madre dagurinn er 10. desember“, Náttúran.is: 9. desember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/12/09/terra-madre-dagurinn-er-10-desember/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.