Viðvörun vegna vatnavár!
Spáð er mikilli rigningu á Vestur-, Suðvestur-, Suður- og Suðausturlandi á laugadag (29. nóvember) og fram á aðfaranótt mánudags. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og þar gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 100 mm (sjá meðfylgjandi kort). Varað er við vexti í ám á Snæfellsnesi, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Vöð yfir ár á þessum svæðum geta orðið varhugaverð.
Vatnavársérfræðingar: Matthew J. Roberts og Jón Ottó Gunnarsson
Sjá efni á Veðurstofu Íslands
Birt:
28. nóvember 2014
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Viðvörun vegna vatnavár!“, Náttúran.is: 28. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/28/vidvorun-vegna-vatnavar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.