EcocideVistræktarfélag Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir félaga sína (ath. allir geta gerst félagar) þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Síðumúli 1, 108 Reykjavík  (í húsnæði Garðyrkjufélags Íslands)

Dagskrá:

Hvernig er hægt að berjast gegn eyðileggingu mannsins i heiminum? Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir fjallar um og útskýrir hugtakið vistmorð (e. ecocide) og hvað sé á döfinni í baráttunni gegn því.
Samtökin Eradicating Ecocide (Útrýmum vistmorðum) vinna að því að vistmorð verði skilgreint sem fimmti alþjóðlegi glæpurinn gegn friði í Rómarsamþykktinni. Samþykktin verður næst endurskoðuð árið 2015.

Sjá upptöku með stuttu yfirlýsingu Polly Higgins um vistmorð.

Sjá upptöku sem Náttúran.is gerði af opinna samræðu Polly Higgins og Kristínar Völu Ragnarsdóttur í Norræna húsin þ. 16. ágúst sl.

Kaffipása

Luiza Klaudia Lárusdóttir leiðbeinir við gerð drykkjar sem er góður gegn kvefpestum vetrarins.
Þátttakendur eru hvattir til að blanda sinn eigin drykk og þurfa þá að hafa með sér meðalstóra krukku, 1 sítrónu, 1 hvítlauk og hunang. Luiza ætlar að kynna ræktun þess sem hún kallar pólska hvítlaukinn en hann er stærri en sá sem við eigum að venjast úr búðum og þykir afbragðs góður. Ef sending nær til  landsins í tíma þá verður hann til sölu við þetta tækifæri. Kynningin fer fram á ensku.

Með kveðju,
Stjórn Vistræktarfélags Íslands.

Sjá Facebooksíðu Vistræktarfélags Íslands.


Birt:
20. nóvember 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistmorð og flensubani á fyrsta fræðslukvöldi Vistræktarfélags Íslands“, Náttúran.is: 20. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/20/vistmord-og-flensubani-fyrsta-fraedslukvoldi-vistr/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: