Pami Sami er frá Portúgal og býr og starfar í bakaríinu á Sólheimum en hún er að ljúka námi í grasalækningum í Bretlandi.

Pami heldur vinnustofu á Sólheimum þ. 15. nóvember nk. og hefst vinnustfona kl. 14:00 og stendur fram eftir degi. Pami  kennir að gera vegan- og hrá-vegan eftirrétti, sykurlausa og einfalda í tilbúningi. Smakk á eftir.

Pami heldur úti bloggsíðunni receitasdomenuverde.blogspot.com en þar er að finna fjölda frábærra og ekki síður fallegra uppskrifta og ráða úr ríki náttúrunnar.

Efnið á vefnum er bæði á portúgölsku og ensku.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna hjá Pami í síma 852 2889 og á cristal_cosmico@hotmail.com.


Birt:
9. nóvember 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vinnustofa í gerð hollustu- eftirrétta“, Náttúran.is: 9. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2014/11/09/namskeid-i-gerd-hheilsusamlegir-eftirrettir/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: